FH-ingar kaupa Matthías

Matthías Vilhjálmsson þekkir vel til hjá FH.
Matthías Vilhjálmsson þekkir vel til hjá FH. mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnudeild FH hefur fest kaup á Matthíasi Vilhjálmssyni frá Vålerenga í Noregi þar sem hann hefur verið síðustu tvö ár. Gerir Matthías þriggja ára samning við FH og gengur formlega í raðir félagsins um áramótin. 

Matthías, sem er Ísfirðingur, þekkir vel til hjá FH en hann lék með liðinu frá 2005 til 2011, áður en hann hélt Start í Noregi og síðan Rosenborg áður en leiðin lá til Vålerenga. Skoraði hann 37 mörk í 115 deildarleikjum með með FH. 

Hefur Matthías leikið sextán A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk, en síðasti landsleikurinn kom árið 2016. 

Varð Matthías Íslandsmeistari með FH 2006, 2008 og 2009 og norskur meistari með Rosenborg 2015, 2016, 2017 og 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert