Fjögur mörk á 14 mínútum

Úr leik liðanna fyrr í sumar.
Úr leik liðanna fyrr í sumar. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Mikið var reynt að skora þegar Víkingar sóttu Skagamenn heim á Akranes í dag og það komu loks mörk í gusu, fjögur á 14 mínútum en liðin urðu að sætta sig við 2:2 jafntefli þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.

Leikurinn fór rólega af staða og frekar að Skagamenn væri að ná undirtökunum.  Þeir fengu líka gott færi á 9. mínútu þegar Ingvar Jónsson í marki Víkinga bjargaði í línu góðum skalla Stefáns Teits Þórðarson á línu.  Það kveikti í Víkingum, sem hófu að sækja meira og hratt enda skall hurð nærri hælum heimamanna þegar Árni Snær markmaður Víkinga varði á línu góðan skallabolta Adams Ægis Pálssonar.    Eftir það var meira jafnvægi, bæði lið næstum því að komast í dauðafæri en það vantaði ekki að menn reyndu.  Heldur hallaði á Skagamenn en Víkingar voru oft nærri ná góðu skoti.

Snemma í síðari hálfleik átti Sölvi Geir Ottesen fastan skallabolta að marki Skagamanna sem náðu að hreinsa í horn.  Svo fór allt í gang.  Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði á 51. mínútu þegar hann stakk vörn Víkinga af en aðeins tveimur mínútum síðan jafnaði Ágúst Eðvald Hlynsson með þrumuskoti úr miðjum vítateig Víkinga eftir basl í vörn ÍA.   Þremur mínútum síðan kom Halldór J. S. Þórðarson Víkingum í forystu með föstu skoti úr miðjum vítateig, aftur þegar heimamönnum tókst ekki að hreinsa frá markinu.   Gestirnir úr Fossvoginum héldu uppteknum hætti, sóttu og Halldór skaut í stöng af stuttu færi en fengu svo mark í bakið þegar Tryggva Hrafni var hrint inní vítateig og Tryggvi Hrafn skoraði sjálfur af öryggi á 65. mínútu og jafnaði leikinn.   Markið sló Víkinga útaf laginu í nokkrar mínútu en svo hófu þeir að þyngja sóknir sínar aftur.

Staða liðanna í deildinni breyttist ekkert, Skagamenn í því sjöunda og Víkingar í tíunda.    Bæði lið geta verið sátt við fína hluti.  Skagamenn voru þó sterkari í vörn en vantaði bitið í sóknina og Víkingar áttu margar góðar sóknir.

ÍA 2:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is