KA svo gott sem öruggt með sæti sitt á kostnað Gróttu

Hallgrímur Mar Steingrímsson skorar annað mark sitt fyrir KA í …
Hallgrímur Mar Steingrímsson skorar annað mark sitt fyrir KA í dag. mbl.is/Íris

Hallgrímur Mar skoraði þrennu er KA fór langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í efstu deild með 4:2-sigri á Gróttu á Vivaldi-vellinum í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag. Að sama skapi virðist nú fátt geta komið í veg fyrir að nýliðarnir falli beint aftur niður í fyrstu deildina.

Hallgrímur Mar Bergmann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og sá til þess að KA var 2:0-yfir í hálfleik. Fyrsta markið skoraði hann á 26. mínútu með laglegu skoti eftir fyrirgjöf Andra Fannars Stefánssonar. Hann bætti svo við marki á 45. mínútu með skoti af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Bjarna Aðalsteinssonar.

Heimamenn minnkuðu muninn á 69. mínútu er Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann féll þá inn í teig eftir að Kristijan Jajalo kom út úr marki KA og hugsanlega stjakaði aðeins við honum. KA-menn bættu hins vegar við marki sex mínútum síðar og nánast gerðu út um leikinn. Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði það eftir stungusendingu inn fyrir vörnina frá Bjarna.

Hallgrímur Mar innsiglaði svo þrennuna af vítapunktinum á 90. mínútu eftir að Guðmund Steinn Hafsteinsson var felldur af Hákoni Rafni Valdimarssyni markverði inn í teig. Það reyndist svo tími fyrir sárabótarmark sem Kieran McGrath skoraði fyrir Gróttu með skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur 4:2 eftir æsilegar lokamínútur.

KA er því í 8. sæti með 19 stig, ellefu stigum á undan Gróttu sem er í fallsæti, því tíunda. KA á sex leiki eftir og Grótta fimm.

Grótta 2:4 KA opna loka
90. mín. Hallgrímur Mar B. Steingrímsson (KA) skorar 1:4 - Hákon fer í rétt horn en spyrnan er föst og hnitmiðuð í hægra hornið. Þrenna!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert