Nokkuð ljóst að við föllum ekki

KA-menn fagna einu af mörkum sínum í dag.
KA-menn fagna einu af mörkum sínum í dag. mbl.is/Íris

„Við höfum ekki verið að vinna marga leiki í sumar og ég er gríðarlega ánægður með að taka þrjú stig,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir 4:2-útisigur á Gróttu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag.

KA fór langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í deildinni með sigrinu en gestirnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. „Ég held að þeir hafi varla átt markskot í fyrri hálfleik, við erum svo aðeins værukærir í seinni og hleypum þeim inn í leikinn. Þeir fá þetta víti sem mér skilst að hafi verið dýfa, en svona er fótboltinn. Við hleypum þeim aðeins inn í leikinn en skorum svo fljótt þriðja markið.“

Liðið er nú með 19 stig í 8. sæti, ellefu stigum fyrir ofan fallsæti. Arnar, sem var ráðinn í sumar sem þjálfari út þetta tímabil, segist ekki hafa rætt framhaldið við forráðamenn félagsins. „Við vildum koma okkur í þá stöðu að vera öruggir í deildinni. Ég held að það sé orðið nokkuð ljóst að við erum ekki að fara niður en við viljum meira og koma okkur í betri stöðu. Á næstunni setjumst við niður og ræðum framhaldið.“

Arnar Grétarsson stappar stálinu í sína menn á hliðarlínunni í …
Arnar Grétarsson stappar stálinu í sína menn á hliðarlínunni í dag. mbl.is/Íris
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert