ÍA sendi Fjölni og Völsung niður um deild - Natasha með þrennu

Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur með boltann í leiknum gegn Víkingi …
Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur með boltann í leiknum gegn Víkingi í kvöld. Hún skoraði þrennu. Ljósmynd/Óðinn

Lið Fjölnis og Völsungs eru fallin úr Lengjudeild kvenna, þeirri næstefstu á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 

ÍA er í 8. og þriðja neðsta sæti og fékk liðið Fjölni í heimsókn á Akranes í kvöld. Þar hafði ÍA betur 2:0 og sendi Fjölni og Völsung niður um deild því þau geta ekki lengur náð ÍA að stigum. Unnur Ýr Haraldsdóttir og Jaclyn Poucel skoruðu mörk Skagakvenna.

ÍA er með 15 stig, Fjölnir með 7 stig og Völsungur er með 4 stig. Áður höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í efstu deild á næsta ári. 

Leikmenn Víkings klöppuðu fyrir Keflavíkurkonum þegar þær gengu inná Víkingsvöllinn …
Leikmenn Víkings klöppuðu fyrir Keflavíkurkonum þegar þær gengu inná Víkingsvöllinn í kvöld. Ljósmynd/Óðinn

Í kvöld gerðu Afturelding og Augnablik jafntefli 1:1 og Keflavík vann Víking í Fossvogi 5:1. Víkingskonur klöppuðu fyrir Keflavíkurkonum þegar þær gengu til leiks en þær tryggðu sér úrvalsdeildarsæti á sunnudag þegar Haukar töpuðu fyrir Tindastóli. Fyrirliðinn Natasha Anasi skoraði þrennu fyrir Keflavík í kvöld, Þóra Kristín Klemenzdóttir og Paula Germino-Watnick gerðu eitt mark hvor, en Stefanía Ásta Tryggvadóttir skoraði fyrir Víking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert