Ólafur bregst við ummælum Rúnars

Ólafur Ingi Skúlason
Ólafur Ingi Skúlason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis, segir ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um sig vera Rúnari til skammar í samtali við Vísi. 

Verulega hitnaði í kolunum í leik KR og Fylkis í Pepsí Max-deildinni í gær og Rúnar var harðorður í viðtölum að leiknum loknum. 

Fram kemur hjá Ólafi að Fylkir hafi sent inn kæru vegna málsins. „Mér finnst ekki í lagi að tala svona um mótherja og ekki honum sæmandi. Ég get alveg tekið þessu og það er ekki stóra vandamálið. En þegar þú talar svona opinskátt þá eru fleiri en bara fótboltaáhugamenn sem heyra það. Það er ekki gott þegar maður þarf að svara fyrir það heima hjá sér hvort maður sé fífl, hálfviti eða svindlari. Það þótti mér sárt,“ sagði Ólafur meðal annars í viðtali við Vísi. 

Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson mbl.is//Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert