Gunnar hættur hjá Þrótti

Gunnar Guðmundsson.
Gunnar Guðmundsson. Ljósmynd/Þróttur Reykjavík

Gunnar Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Þróttar í knattspyrnu og við taka Tómas Ingi Tómasson, Bjarnólfur Lárusson og Hallur Hallsson. 

Srdjan Rakjovic lætur einnig af störfum en hann starfaði með Gunnari. Á heimasíðu Þróttar segir að stjórnin hafi „gert breytingu“ og þetta sé niðurstaðan. Má skilja það sem svo að breytingin sé að frumkvæði stjórnarinnar og Gunnari hafi þá verið sagt upp störfum þótt ekki sé það sagt beint út. 

Þróttur er í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðirnar í næstefstu deild karla. Liðið er með 12 stig eins og Leiknir F. og Magni og eru þetta þrjú neðstu liðin. Eitt þeirra mun halda sæti sínu í deildinni. 

Tómas Ingi lék um tíma með Þrótti og Hallur Hallsson lék lengi með liðinu. Tómasi Ingi og Bjarnólfur hafa stýrt meistaraflokksliðum. Tómas hjá HK og Bjarnólfur hjá Víkingi Reykjavík. 

Tómas Ingi Tómasson
Tómas Ingi Tómasson mbl.is
Hallur Hallsson lék lengi með Þrótti og var fyrirliði liðsins.
Hallur Hallsson lék lengi með Þrótti og var fyrirliði liðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bjarnólfur Lárusson.
Bjarnólfur Lárusson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is