Blikar áttu engin svör gegn hópferðabifreið Akureyrar

Damir Muminovic reynir skalla að mari Akureyringa eftir hornspyrnu.
Damir Muminovic reynir skalla að mari Akureyringa eftir hornspyrnu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Viktor Karl Einarsson bjargaði stigi fyrir Breiðablik þegar liðið fékk KA í heimsókn í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Kópavogsvöll í frestuðum leik úr 14. umferð deildarinnar.

Leiknum lauk með 1:1-jafntelfi en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum.

Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir á 18. mínútu með storkostlegu skoti utan teigs.

Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, átti skelfilegt útspark frá marki. Sveinn Margeir komst inn í sendinguna, tók boltann á kassann, og hamraði hann viðstöðulaust með utanfótarskoti í bláhornið.

Viktor Karl Einarsson jafnaði metin fyrir Breiðablik í upphafi fyrri hálfleiks en Andri Rafn Yeoman átti þá sendingu á Viktor frá hægri.

Miðjumaðurinn tók boltann með sér í fyrsta, labbaði fram hjá Hrannari Birni Steingrímssyni í vítateig KA-manna, og þrumaði boltanum í nærhornið fram hjá Kristijan Jajalo í marki Akureyringa.

Blikar fara með sigrinum upp í 28 stig í þriðja sæti deildarinnar og eru með jafn mörg stig og Fylkir sem er í fjórða sætinu.

KA er í áttunda sæti deildarinnarmeð 20 stig, 12 stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Viktor Karl Einarsson skoraði mark Blika í dag.
Viktor Karl Einarsson skoraði mark Blika í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Óþolinmóðir Blikar

Blikar voru mun meira með boltann í leiknum og stjórnuðu ferðinni frá A til Ö en eins og svo oft áður í sumar gekk liðinu illa að skapa sér afgerandi marktækifæri. Blikum til varnar þá voru Akureyringar ansi þéttir til baka og virtust ekki hafa nokkurn einasta áhuga á því að vera með boltann á vallarhelmingi Blika.

Eins og svo oft áður í sumar þá voru það einstaklingsmistök sem kostuðu Kópavogsbúa og ef ég er að telja rétt þá hefur Anton Ari Einarsson nú gert sig sekan um sjö stór mistök sem hafa öll kostað mark. Það er ansi dýrt þegar að þú ætlar þér að berjast í efri hluta deildarinnar.

Þá voru Blikar klaufar sóknarlega og menn ætluðu sér of stóra hluti í sóknarleiknum í stað þess að gera þetta meira sem lið. Gísli Eyjólfsson fór þar fremstur í flokki og átti einhver sjö til átta skot að marki KA-manna, sum hver úr glórulausum færum, sem fór flest öll himinhátt yfir markið.

Brynjólfur Andersen er besti leikmaður Blika með mann í bakið og það er óskiljanlegt að að leikmenn liðsins hafi ekki reynt að koma boltanum meira á hann upp við vítateig KA-manna.

Að sama skapi þá tapaði liðið ekki í leiknum sem er vel. Þá er þetta leikur sem liðið hefði eflaust tapað fyrir fjórum vikum síðan og því má alveg segja sem svo að liðið sé á réttri leið, þótt það taki kannski lengri tíma en áætlað var.

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu á …
Hallgrímur Mar Steingrímsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu á Kópavogsvellinum í kvöld. mbl.is/Arnþór

Varnarsinnaðir Akureyringar

Leikplan Akureyringa var einfalt; Mæta á Kópavogsvöll og halda marki sínu hreinu. Maður fékk það meira að segja á tilfinninguna á meðan leik stóð að það hefði varla verið farið yfir sóknarleik liðsins í aðdraganda leiksins, svo máttlausir voru þeir fram á við. 

Mörg lið hafa mætt á Kópavogsvöll í sumar og reynt að pressa Blika en Akureyringar höfðu lítinn áhuga því. Þeir varla fóru í pressu á Blikana nema þá djúpt inn á eigin vallarhelmingi. 

Brynjar Ingi Bjarnason var frábær í vörn KA-manna, sem og Mikkel Qvist og þeir spiluðu eins og þeir hefðu spilað saman í mörg ár. Stórir og stæðilegir hafsenter sem hreinsuðu allt í burtu sem kom að marki.

Þá má hrósa Sveini Margeiri Haukssyni sérstaklega fyrir stórglæsilegt mark því þrátt fyrir að Anton Ari hafi átt ágætis stoðsendingu á hann átti hann eftir að gera heilan helling þegar hann komst inn í sendingu markmanns Blika.

Akureyringar lögðu hópferðabílnum á Kópavogsvelli í kvöld, uppskáru eitt stig, og fara eflaust manna sáttastir með stigið heim í farteskinu.

Breiðablik 1:1 KA opna loka
90. mín. Þorri Mar Þórisson (KA) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert