Framlengdi í Árbænum

Ásgeir Eyþórsson verður áfram í Árbænum næstu tvö árin.
Ásgeir Eyþórsson verður áfram í Árbænum næstu tvö árin. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ásgeir Eyþórsson hefur framlengt samning sinn við Fylki sem leikur í efstu deild karla í knattspyrnu en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir út tímabilið 2022 en Ásgeir er uppalinn í Árbænum og hefur leikið með liðinu allan sinn feril.

Ásgeir er 27 ára gamall en hann á að baki 132 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 12 mörk og þá á hann að baki einn landsleik fyrir U21-árs landslið Íslands.

Þetta eru frábærar fréttir en Ásgeir sem er fæddur árið 1993 er uppalinn í félaginu og hefur spilað mjög vel síðustu ár,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Fylkismanna.

Árbæingar hafa komið mikið á óvart í deildinni í sumar en liðið er í þriðja sæti með 28 stig eftir sautján leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert