Mikilvæg stig í boði í Garðabæ

Ólafur Karl Finsen mætir á sinn gamla heimavöll í kvöld.
Ólafur Karl Finsen mætir á sinn gamla heimavöll í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðureign Stjörnunnar og FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld er einn af lykilleikjunum í baráttunni um Evrópusæti.

Eins þurfa FH-ingar á sigri að halda til að geta ógnað Valsmönnum og minnkað forskot þeirra á toppnum niður í sex stig.

Liðin mætast í Garðabæ klukkan 20.15 en þau hafa unnið hvort annað í deild og bikar í Kaplakrika í sumar.

Þá mætast einnig Breiðablik – KA og Víkingur – KR en þetta eru allt frestaðir leikir úr 14. umferð deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert