Breiður og slípaður hópur

Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals.
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals. mbl.is/Þorsteinn

„Auðvitað er alltaf gaman að skora mörk en ég er ánægðastur með að halda hreinu,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals eftir 6:0 sigur á Gróttu í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.

„Við komum inní leikinn ákveðnir í að vera af fullum krafti, spila góðan varnarleik og líka bara heilt yfir  því Grótta hefur náð í stig á erfiðum útivöllum gegn KR og Víkingum og voru óheppnir á móti FH svo við bárum mikla virðingu fyrir Gróttu og held að það hafi sýnt sig hérna.   Grótta fékk dauðafæri til að skora í byrjun seinni hálfleiks og einhver skot en mér fannst við með góðan varnarleik og í heildina góðan leik hjá Val í kvöld.“

Fyrirliðinn sigur gott að vera með breiðan leikmannahóp, sem hafi náð betur saman í sumar.  „Við þurftum að gera breytingar á liðinu en við erum með breiðan hóp og það skiptir í raun ekki máli hver kemur inná, allir taka sitt hlutverk og skila því frábærlega.   Við byrjuðum mótið brösuglega en svo hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur.  Þetta ár hefur verið furðulegt og þjálfari þurfti að gera miklar breytingar á sínum plönum en við erum með slípaðra lið eftir því sem líður á mótið,“  bætti Haukur Páll við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert