Varnir brustu í lokin og stórsigur Vals

Úr leik liðanna fyrr í sumar.
Úr leik liðanna fyrr í sumar. mbl.is/Sigurður

Gróttumenn voru til í slaginn í kvöld þegar þeir sóttu Val heim að Hlíðarenda en þrjú mörk Vals á 12 mínútum sló aðeins á baráttuna, sem í lokin var lítil þegar Valur bætti við þremur í 6:0 sigri – aftur á 12 mínútna kafla - en leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.

Þrátt fyrir margar ágætar sóknir Seltirninga og skot ýmist rétt framhjá eða naumlega varin, dugði það ekki til að slá Valsmenn útaf laginu.  Sóknir þeirra þyngdust og á 14. mínútu gekk sókn upp þegar Aron Bjarnason skoraði af stuttu færi eftir sendingu Sigurðs Egils Lárussonar.

Gestirnir reyndu að sækja en náðu ekki að komast í færi og á 23. mínútu skoraði Eiður Rafn Sigurbjörnsson með skalla eftir horn.   Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Sigurður Egill þriðja mark Vals með þrumuskoti utan vítateigs efst á stöngina og í bláhornið, 3:0.  Stórglæsilegt.  Grótta lagði ekki árar í bát, sóttu oft vel og nálægt því komast í góð færi en það gerðu Valsmenn svo sem líka.

Á 50. mínútu fékk Grótta frábært færi þegar Karl Friðleifur Gunnarsson komst eftir flotta sókn einn á móti Hannes í marki en skotið ekki nógu gott og Hannes skellti sér niður til að grípa boltann.   Liðin skiptust síðan á um að sækja en ekki laust við að sóknarleikur Gróttu væri líklegri til að skila marki.  

Engu að síður skoraði Valur á 73. mínútu þegar Aron Bjarnason skoraði af stuttu færi fjórða mark Vals eftir harða sókn og sendingu frá Patrick Pedersen.  Undir lokin brustu síðan varnir Gróttu og Lasse Petry skoraði þegar hann nýtti sér basl í vörn Gróttu en Patrik með þrumuskoti utan teigs.

Valsmenn voru betri á vellinum en eftir mörkin þrjú í framan í síðari hálfleik var ekki mikið bit, maður bjóst við meiru en þeir hrukku rækilega í gang í lokin.  Grótta hinsvegar ætluðu sér að skora og náðu að byggja upp sóknir, sem síðan skiluðu færi en þeim tókst ekki að koma neinu í gegn.  Reyndu samt rækilega.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 6:0 Grótta opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is