Atli og Lennon efstir og jafnir í M-einkunnagjöfinni

Atli Sigurjónsson hefur spilað frábærlega fyrir KR í sumar.
Atli Sigurjónsson hefur spilað frábærlega fyrir KR í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ellefta umferðin í Pepsi Max-deild karla var loksins leikin á sunnudaginn og síðasta fimmtudag voru leiknir þrír síðustu leikirnir í fjórtándu umferð deildarinnar.

Þar með er búið að hreinsa upp frestaðar umferðir og leiki í deildinni, að undanskildum leik Stjörnunnar og KR úr fimmtu umferð, sem leikinn verður 22. október.

Þegar fjórum umferðum og einum leik er ólokið eru enn margir sem koma til greina að verða leikmaður ársins hjá Morgunblaðinu. Atli Sigurjónsson og Steven Lennon fengu báðir 2 M í 11. umferðinni á sunnudag og tóku forystuna. 

Stöðun efstu manna í M-gjöfinni má sjá  á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag ásamt úrvalsliðum 14. og 11. umferða deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert