Eitthvað jákvætt hlaut að fara að gerast

Andrea Rán Hauksdóttir hefur spilað mjög vel á miðjunni hjá …
Andrea Rán Hauksdóttir hefur spilað mjög vel á miðjunni hjá Breiðabliki að undanförnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær 23 manna hóp fyrir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Svíþjóð 27. október.

Ein breyting er á hópnum frá leikjunum tveimur í september þegar Ísland vann Lettland 9:0 og gerði 1:1 jafntefli við Svía á Laugardalsvellinum. Andrea Rán Hauksdóttir kemur inn í hópinn í stað Rakelar Hönnudóttur, samherja síns úr Breiðabliki. Rakel gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.

„Tilfinningin er rosalega góð. Ánægjuleg og jákvæð tilfinning,“ sagði Andrea Rán þegar Morgunblaðið heyrði í henni hljóðið í gær en valið má kalla rökrétt framhald af frammistöðu hennar undanfarið. Lék hún til dæmis mjög vel í mikilvægum sigri Breiðabliks á Val í toppslag Íslandsmótsins.

<strong>Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag</strong>
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert