Danir fengu góða hjálp

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins voru allt annað en sáttir með fyrsta …
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins voru allt annað en sáttir með fyrsta mark Dana sem hefði að öllum líkindum aldrei átt að standa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líkurnar á að Ísland verði í A-deildinni í þriðju útgáfu Þjóðadeildar UEFA haustið 2022 eru orðnar sáralitlar eftir ósigur gegn Dönum á Laugardalsvellinum í gærkvöld, 0:3.

Þegar þrjár umferðir eru búnar af sex í riðlinum er England með sjö stig, Belgía sex, Danmörk fjögur en Ísland ekkert og íslenska liðið verður þar með að vinna tvo leiki af þeim þremur sem eftir eru til að eiga möguleika á að komast úr neðsta sætinu og halda sæti sínu í deildinni. Heimaleikur gegn Belgum á miðvikudag og útileikir við Dani og Englendinga, það er dagskráin sem eftir er í keppninni. Stigin verða ekkert tínd af trjánum gegn þessum andstæðingum.

Hvernig sem á því stendur hefur íslenska liðið sjaldnast sýnt sitt rétta andlit í Þjóðadeildarleikjunum á meðan frammistaðan hefur verið mun betri í þeim leikjum sem tilheyra EM og HM. Má vera að hugarfarið ráði einhverju þar um, þessi keppni hefur vissulega ekki sama vægi og stóru mótin, en svo sannarlega eru allir leikir í A-deild Þjóðadeildar gegn liðum sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Og það að tilheyra þeim hópi hefur heldur betur komið íslenska landsliðinu til góða.

En ef hægt er að velja um hvar slæmu leikirnir koma þá er skásti kosturinn að það sé í þessari keppni sem leysti vináttulandsleikina af hólmi.

Danmörk og Ísland voru bæði án sigurs fyrir leikinn í gærkvöld og það segir sitt um styrkleika keppninnar. Danska liðið er í fremstu röð í Evrópu og tryggði sér rétt til að leika á EM strax í undankeppninni en hafði ekki skorað í tveimur og hálfum leik í keppninni þar til það fékk nánast gefins mark frá sænsku dómurunum á síðustu andartökum fyrri hálfleiksins.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert