Allt starfslið Íslands í sóttkví

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru komnir í sóttkví.
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru komnir í sóttkví. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt starfslið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er komið í sóttkví vegna gruns um kórónuveirusmit en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem KSÍ sendi frá sér.

Erik Hamrén, þjálfari liðsins, og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari liðsins, eru því báðir komnir í sóttkví en Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Í fréttatilkynningu KSÍ kemur fram er það sé ekkert sem bendi til þess að smit sé í leikmannahópi íslenska liðsins og því ekkert því til fyrirstöðu að leikurinn geti farið fram á tilsettum tíma á morgun.

Fulltrúar fjölmiðla eru vinsamlegast beðnir um að bíða átekta á meðan verið er að greina stöðuna og vinna úr upplýsingum,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu KSÍ.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina