Erfiður leikur gegn góðu íslensku liði

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var gríðarlega erfiður leikur, völlurinn var erfiður og það gerði okkur erfitt fyrir að halda boltanum eins og við viljum gera,“ sagði Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, eftir 2:1-sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í kvöld.

„Íslendingarnir voru gríðarlega skipulagðir og hættulegir í sínum sóknum. Við þurftum að spila vel og ég er ánægður með sigurinn, mér fannst hann verðskuldaður,“ sagði Martínez við Stöð 2 Sport en Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Belga. Þar á milli hafði Birkir Már Sævarsson jafnað metin fyrir Ísland.

„Við þurftum að stjórna leiknum og við berum virðingu fyrir hvað íslenska liðið getur gert. Þess vegna þurftum við að halda boltanum og kannski sækja minna. Það var mikilvægt að vinna í kvöld eftir tapið gegn Englandi síðast.“

mbl.is