Lukaku segir Íslendinga erfiða

Romelu Lukaku á Laugardalsvelli í kvöld.
Romelu Lukaku á Laugardalsvelli í kvöld. Eggert Jóhannesson

Romelu Lukaku, hetja Belga, segir Íslendinga hafa verið erfiða viðureignar eftir 2:1-sigur í landsleik þjóðanna á Laugardalsvellinum í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur, miðað við fyrir tveimur árum. Við bjuggumst við að þeir myndu spila 4-4-2 en kerfið þeirra, 5-3-2, var þess eðlis að erfiðara var að finna glufur á vörninni þeirra,“ sagði Lukaku í viðtali við Stöð 2 Sport strax að leik loknum.

Lukaku virðist líka ágætlega við að spila gegn Íslendingum. Hann skoraði bæði mörk Belga í kvöld og hefur skorað alls fimm mörk í þremur leikjum gegn Íslandi. „Ég reyni að hjálpa liðinu og ég er heppinn að spila í liði þar sem ég fæ mikið af færum til að skora.“

mbl.is