Naumt tap gegn Belgum á Laugardalsvelli

Íslenska liðið fagnar marki Birkis Más Sævarssonar í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki Birkis Más Sævarssonar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland tapaði 1:2 gegn Belgíu á Laugardalsvelli í 2. riðli A-deildar í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Belga en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin fyrir Ísland í fyrri hálfleik.

Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum í deildinni. 0:1 fyrir Englendingum á Laugardalsvelli í fyrstu umferðinni, 5:1 gegn Belgum í Brussel og svo 3:0-gegn Dönum hér heima á sunnudaginn. Hann­es Þór Hall­dórs­son, Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Ragn­ar Sig­urðsson, Arn­ór Ingvi Trausta­son, Gylfi Þór Sig­urðsson og Al­freð Finn­boga­son fóru allir úr byrjunarliðinu.

Það vantaði lykilmenn í íslenska liðið í kvöld og þá voru þjálfararnir, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, ekki á hliðarlínunni heldur upp í stúku, enda í sóttkví eftir að upp komst um kórónuveirusmit í starfsliði landsliðsins. Hamrén gerði sex breytingar á liðinu sem tapaði 3:0 gegn Danmörku á sunnudaginn.

Uppleggið í kvöld var 5-3-2, þeir Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason sneru aftur í liðið sem bakverðir en þeir Sverrir Ingi Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hörður Björgvin Magnússon voru hafsentar. Rúnar Alex Rúnarsson var í markinu. Á miðjunni stilltu sér upp Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Birkir Bjarnason en framlínuna skipuðu þeir Jón Daði Böðvarsson og Albert Guðmundsson.

Í Brussel tók Ísland óvænta forystu snemma leiks þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði á tíundu mínútu. Í kvöld voru það Belgar sem skoruðu fyrsta markið eftir níu mínútur. Toby Alderweireld lyfti boltanum úr eigin varnarlínu á fyrirliðann Romelu Lukaku inn í teig. Framherjinn hristi af sér bæði Sverri Inga og Hólmar Örn áður en hann sneri boltann í vinstra hornið með vinstri fæti, framhjá Rúnari í markinu.

Íslenska liðið lét þó ekki deigan síða og átti sinn besta stundarfjórðung í kjölfar marksins. Það var svo á 17. mínútu að Ísland uppskar jöfnunarmark. Rúnar Már stakk þá boltanum inn á milli tveggja varnarmanna, Birkir Már kom aðvífandi af hægri kantinum og skoraði af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í belgíska markinu. Þetta var aðeins annað landsliðsmark Birkis í 93 leikjum en hann hefur verið ótrúlega marksækinn upp á síðkastið, skorað fjögur mörk á Íslandsmótinu fyrir Val í síðustu fjórum leikjum.

Íslenska liðið fagnar marki Birkis Más Sævarssonar í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki Birkis Más Sævarssonar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eins og við var að búast einokuðu Belgar boltann á löngum köflum en þeir sköpuðu sér sárafá færi í fyrri hálfleiknum og var það í raun grátlegt að ná ekki inn í hlé með jafna stöðu í farteskinu. Lukaku var aftur á ferðinni á 38. mínútu og fiskaði þá vítaspyrnu eftir að boltanum var lyft inn í teig til hans. Framherjinn kom sér á milli boltans og varnarmanns við endalínuna og Hólmar Örn renndi sér á eftir honum, náði ekki til boltans og felldi Lukaku. Klaufalegt og vítaspyrna dæmd. Lukaku steig sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi í hægra hornið en Rúnar Alex skutlaði sér í öfuga átt.

Íslenska liðið sá miklu meira af boltanum í síðari hálfleik, eftir að það varð óhrætt við að spila í gegnum pressu gestanna og leikmennirnir gerðu það vel. Belgar fengu í raun fá færi í leiknum, bara sex marktilraunir alls, þar af tvær á markið. Íslenska liðið fékk engan aragrúa af færum, en tækifærin voru nokkur.

Íslenska liðið fagnar fyrsta marki sínu í kvöld.
Íslenska liðið fagnar fyrsta marki sínu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn eitt tapið gegn Belgum

Ísland hefur nú ekki unnið A-landsleik gegn Belgíu í 14 tilraunum en þjóðirnar mættust fyrst 1957. Belgar hafa unnið hvern einasta leik en frammiðstaðan í kvöld var töluvert betri en oft áður. Liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum einnig og var markatalan í síðustu þremur viðureignum liðanna 10:1. Leikurinn í kvöld var því framför og íslenska liðið átti sín augnablik.

Sex hornspyrnur okkar áttu það til að skapa smá usla í vítateignum og þá reyndu þeir Albert og Jón Daði að bera sóknarleikinn á köflum. Við bíðum enn eftir leiknum þar sem Albert sýnir hvað í honum býr og stimplar sig rækilega inn í íslenska landsliðið en hann sýndi vissulega, á köflum, hversu góður í fótbolta hann er með laglegum snertingum og hnitmiðuðum sendingum á liðsfélaga sína. Hann er ótrúlega klókur leikmaður og fær um að koma boltanum á samherja sína. Vonandi fær hann fleiri tækifæri í landsliðinu bráðum.

Stórtapið í Brussel, þar sem vantaði vissulega enn fleiri lykilmenn í liðið, var allt annars eðlis en leikurinn í kvöld. Þar voru yfirburðir Belga algjörir, þeir áttu hverja marktilraunina á fætur annarri og íslenska liðið komst aldrei úr skotgröfinni.

Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson fagna marki þess …
Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson fagna marki þess síðarnefnda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næsti leikur er svo það sem skiptir í raun og veru máli. Ísland mætir Ungverjalandi úti 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári. Frammistaðan í kvöld gefur góð fyrirheit fyrir þann leik og þá verðum við auðvitað búin að endurheimta þá lykilmenn sem ekki spiluðu í kvöld.

Albert Guðmundsson í eldlínunni í kvöld.
Albert Guðmundsson í eldlínunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Albert Guðmundsson og Guðlaugur Victor Pálsson í baráttunni í kvöld.
Albert Guðmundsson og Guðlaugur Victor Pálsson í baráttunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Birkir Bjarnason og Axel Witsel eigast við í kvöld.
Birkir Bjarnason og Axel Witsel eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sverrir Ingi Ingason sækir að Youri Tielemans í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason sækir að Youri Tielemans í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Jón Daði Böðvarsson sækir að Jason Denayer í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson sækir að Jason Denayer í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ari Freyr Skúlason sækir að Leandro Trossard í kvöld.
Ari Freyr Skúlason sækir að Leandro Trossard í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon sækir að Leandro Trossard í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon sækir að Leandro Trossard í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þjálfararnir Freyr Alexandersson og Erik Hamrén eru með öðruvísi útsýni …
Þjálfararnir Freyr Alexandersson og Erik Hamrén eru með öðruvísi útsýni en vanalega. mbl.is/Kristinn Magnússon
Birkir Bjarnason og Guðlaugur Victor Pálsson á fleygiferð í upphitun.
Birkir Bjarnason og Guðlaugur Victor Pálsson á fleygiferð í upphitun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Arnar Þór Viðarsson er á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar Þór Viðarsson er á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hjörtur Hermannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Albert Guðmundsson eru klárir …
Hjörtur Hermannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Albert Guðmundsson eru klárir í slaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Birkir Már Sævarsson er í byrjunarliðinu í kvöld.
Birkir Már Sævarsson er í byrjunarliðinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ísland 1:2 Belgía opna loka
90. mín. Því næst er Lukaku að heimta víti eftir að hann fellur inn í teig, var kominn í gott færi en missti jafnvægið í baráttunni við varnarmann. Ekkert dæmt, enda algjör óþarfi á þessum tímapunkti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert