Þjálfararnir í glerbúri (mynd)

Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland og Belgía eigast við í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og kunnugt er eru þjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson ekki á hliðarlínunni þar sem kórónuveirusmit greindist í íslenska starfshópnum og eru þeir í sóttkví. 

Þrátt fyrir það fá þeir að vera á vellinum en í sérstöku glerbúri á efri hæðum Laugardalsvallar.  Arn­ar Þór Viðars­son, þjálf­ari U21 landsliðs karla, og Davíð Snorri Jónas­son, þjálf­ari U17 landsliðs karla, sem og Þórður Þórðar­son, þjálf­ari U19 landsliðs kvenna eru á hliðarlínunni í fjarveru þeirra. 

Kristinn Magnússon ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins er á vellinum og náði þessari skemmtilegu mynd af Hamrén og Frey. 

Þjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru með öðruvísi útsýni …
Þjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru með öðruvísi útsýni en vanalega. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert