Línur skýrast væntanlega á morgun

Guðni Bergsson
Guðni Bergsson mbl.is/Hari

Búast má við því að Knattspyrnusamband Íslands taki ákvörðun um næstu skref varðandi Íslandsmótið í knattspyrnu á morgun. 

RÚV hefur þetta eftir Guðna Bergssyni í kvöld en áður hefur komið fram að Heilbrigðisráðuneytið muni senda frá sér nýja reglugerð á morgun. 

Guðni vildi ekki tjá sig um við hverju mætti búast en KSÍ hafði áður haft sem varaáætlun að spila í nóvember ef á þyrfti að halda. Ef það yrði ekki nóg þá samþykkti stjórn sambandsins reglugerð sem heimilar að blása Íslandsmótið af ef 2/3 af mótinu væri lokið. Þar er heimilað að láta stöðuna ráða úrslitum í mótinu og hvaða lið fara á milli deilda. 

Fari svo að Íslandsmótinu verði aflýst þá er spurning hvort það verði í heild sinni eða að hluta til. Misjafnlega mikil spenna ríkir í deildum Íslandsmótsins á þessum tímapunkti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert