Lukaku í aðalhlutverki

Sverrir Ingi Ingason og Romelu Lukaku eigast við á Laugardalsvelli …
Sverrir Ingi Ingason og Romelu Lukaku eigast við á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er enn án stiga eftir fjóra leiki í Þjóðadeild UEFA eftir 1:2 tap gegn Belgíu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Belgar eru efstir í 2. riðli með níu stig en Danir og Englendingar eru með sjö stig. Ísland hefur raunar ekki náð í stig í Þjóðadeildinni frá upphafi en Ísland er nú í efstu deild í annað sinn frá því deildin var stofnuð. Út úr þessum úrslitum öllum má lesa að það sé einfaldlega fullstór biti fyrir Ísland að vera í efstu deild en ekki slá menn hendinni á móti því þegar það býðst. Staða Íslands í Þjóðadeildinni skilaði Íslandi jú í umspil fyrir EM.

Í þessari keppni sem reynst hefur íslenska liðinu erfið hefur Ísland mætt Belgíu fjórum sinnum og Belgar hafa fagnað sigri í öllum tilfellum. Belgar eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA og það sýnir sig trekk í trekk að Ísland á í erfiðleikum á móti Belgíu.

Frammistaðan í gær var hins vegar ekki svo slæm hjá íslenska liðinu ef mið er tekið af mótherjanum. Menn eiga auðvitað ekki að vera ánægðir með að tapa og hvað þá á heimavelli en leikurinn var í það minnsta töluvert betri fyrir íslenska liðið heldur en í Brussel í síðasta mánuði. Og líklega var frammistaðan einnig betri en þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli fyrir tveimur árum, 0:3.

Lukaku erfiður viðureignar

Fastamenn vantaði í bæði liðin að þessu sinni. Leikmennirnir sem forfölluðust hjá Belgum eru auðvitað öllu þekktari en að sama skapi hafa þeir meira mannaúrval til að fylla í skörðin. Einn þekktasti leikmaður Belga, Romelu Lukaku, réð úrslitum í gær og skoraði bæði mörkin. Sóknarmaðurinn nautsterki virðist kunna ágætlega við sig í Reykjavík því hann skoraði einnig tvö mörk í Laugardalnum fyrir tveimur árum.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »