Dagný tæp fyrir stórleikinn

Dagný Brynjarsdóttir með boltann gegn Lettum.
Dagný Brynjarsdóttir með boltann gegn Lettum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvíst er með þátttöku Dagnýjar Brynjarsdóttir í leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í knattspyrnu þan 27. október næstkomandi en Dagný hefur undanfarið verið að glíma við meiðsli.

Sigurvegarinn í leiknum fer afar langt með að tryggja sér toppsæti F-riðilsins og sæti á lokamóti Evrópumótsins á Englandi 2022. Dagný lék meidd gegn Lettlandi og Svíþjóð í síðasta mánuði, en hún varð fyrir meiðslunum í leik með Selfossi gegn Val þann 9. september síðastliðinn. 

„Ég fékk leikmann aftan á hælinn þegar ég var að hlaupa, með tábergið niðri í grasinu, svo ristin á mér kramdist. Ég fékk bara verkjatöflur og svo var mér bara ógeðslega illt dagana eftir leikinn,“ sagði Dagný m.a. víð Vísi.

Hefur hún fengið fyrirmæli frá bæklunarsérfræðingi um að hvílast, en hún er sjálf ekki viss hvenær hún getur leikið knattspyrnu á nýjan leik. Þrátt fyrir meiðslin og þá staðreynd að hún lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Lettum skoraði hún þrennu í leiknum. Þá lék hún allan leikinn gegn Svíþjóð. 

mbl.is