Þjóðarleikvangurinn er ekki fyrirsjáanlegur

Svona leit Laugardalsvöllurinn út í gær, eftir þrjá landsleiki í …
Svona leit Laugardalsvöllurinn út í gær, eftir þrjá landsleiki í október. Dökka rákin hægra megin í dekkri fletinum sýnir annan staðinn þar sem grafið var í gegnum völlinn til að koma vökvunarkerfinu fyrir. mbl.is/Árni Sæberg

Óvenju mikil landsleikjatörn er nú yfirstaðin á Laugardalsvelli og það í október. Ekki er óalgengt að landsliðin spili tvo heimaleiki í einni hrinu en nú lék karlalandsliðið í knattspyrnu þrjá leiki fyrir utan æfingarnar á vellinum.

Áhorfendur veittu því athygli að þökur rifnuðu upp á vissum stöðum á vellinum þar sem hann virðist ekki hafa jafnað sig eftir framkvæmdir í sumar. Í Morgunblaðinu í dag er Kristinn Jóhannsson vallarstjóri spurður í hvaða framkvæmdir var ráðist í sumar.

„Við ákváðum að leita til borgarinnar til að fá að setja vökvunarkerfi í völlinn. Sú framkvæmd hófst í lok júlí og lauk um 10. ágúst. Við eigum í erfiðleikum með ákveðin svæði á vellinum vegna þessara framkvæmda. Svo óheppilega vildi til að tæklingar urðu á þessum svæðum og þá komu stór sár í völlinn.

Ég taldi að þessar framkvæmdir myndu ekki hafa áhrif á landsleikina í september og október. Þeir aðilar sem ég talaði við voru á sama máli, til að mynda Bjarni Hannesson, doktor í grasvallafræði, sem starfað hefur með okkur.

Greinin í heild er í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert