Englendingurinn farinn frá Keflavík

Keflvíkingar í leik gegn ÍBV en það var einmitt fyrsti …
Keflvíkingar í leik gegn ÍBV en það var einmitt fyrsti leikur Ngandu með liðinu. Ljósmynd/Sigfús

Enski knattspyrnumaðurinn Jonathan Ngandu er farinn frá Keflvíkingum en hann kom til þeirra í láni frá enska B-deildarfélaginu Coventry City í byrjun september.

Ngandu, sem er aðeins 18 ára gamall, lék fjóra leiki með Keflvíkingum í 1. deildinni, einn þeirra í byrjunarliðinu. Keflvíkingar eru efstir í deildinni og eiga eftir þrjá leiki, verði hægt að halda Íslandsmótinu áfram. Verði mótinu hætt fara þeir upp í úrvalsdeildina.

Á Facebook-síðu sinni þakka Keflvíkingar Ngandu fyrir hans framlag og segjast hlakka mikið til áframhaldandi samstarfs við Coventry.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert