Landsliðið getur ekki æft á Íslandi

Glódís Perla Viggósdóttir er ein þeirra sem býr í Svíþjóð.
Glódís Perla Viggósdóttir er ein þeirra sem býr í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalandsliðið í knattspyrnu mun halda til Gautaborgar strax á morgun og æfa þar fram að leiknum mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM 2022. 

Fótbolti.net greinir frá þessu í dag. Leikurinn er á þriðjudaginn í næstu viku og verða landsliðskonurnar því í Svíþjóð í viku en þess má geta að nokkrar búa og leika í Svíþjóð hvort sem er. 

„Eins og aðrir þá virðum við þær reglur sem settar eru og eru í gildi hér. Við setjum okkur ekkert út fyrir sviga í því. Það kom aldrei til tals að við myndum fá einhverja sérstaka undanþágu,“ er meðal annars haft eftir Jóni Þór á Fótbolti.net en fram kom í viðtali við hann í Morgunblaðinu á föstudaginn að útlit væri fyrir að fara þyrfti þá leið að fara snemma til Svíþjóðar og æfa þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert