Margþætt ákvörðun og að mörgu að huga

Guðni Bergsson
Guðni Bergsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Framtíð Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020 skýrist í dag. Þetta staðfesti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Stjórn KSÍ fundaði um framtíð mótsins síðdegis í gær en hlé var gert á allri keppni í fótboltanum 7. október síðastliðinn vegna kórónuveirufaraldursins.

Í dag taka nýjar reglur gildi þar sem félögum verður heimilt að æfa á höfuðborgarsvæðinu en þó undir miklum takmörkunum. Þá verður áfram keppnisbann á höfuðborgarsvæðinu en félög úti á landi mega hins vegar áfram æfa og keppa.

„Við áttum góðan fund í dag og við munum svo funda aftur í hádeginu á morgun [í dag] þar sem endanleg ákvörðun verður tekin,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið.

„Stemningin á fundinum var bara ágæt eins og alla jafna. Það þurfti að fara vel yfir málin enda stjórnvöld nýbúin að gefa út nýjustu reglugerðina varðandi sóttvarnareglur og annað.

Það er að mörgu að huga í þessu, meðal annars stöðu liðanna í deildunum, þeirra sjónarmiðum og þeirra rökum, sem eru auðvitað fjölmörg.“

Guðni ítrekar að KSÍ muni senda frá sér tilkynningu síðar í dag.

„Þetta er margþætt ákvörðun og mikilvæg þannig að við þurfum að gefa okkur smá tíma í þetta. Við munum svo bara kynna okkar niðurstöður í málinu þegar allt liggur fyrir síðdegis á morgun [í dag].“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert