Keppni aflýst og Ísland ekki á EM

U19 ára lið karla sem komst áfram í milliriðil EM …
U19 ára lið karla sem komst áfram í milliriðil EM 2020

Knattspyrnusamband Evrópu hefur aflýst milliriðlum og úrslitakeppni EM karla 19 ára og yngri. Áður hafði milliriðlum verið frestað fram í nóvember en vegna kórónuveirunnar hefur mótinu nú verið aflýst. 

Ísland tryggði sér sæti í milliriðli með því að enda í 2. sæti í undankeppninni en þar var liðið í riðli með Grikklandi, Albaníu og Belgíu. Hafði Ísland verið dregið í milliriðil með Noregi, Ítalíu og Slóveníu. 

HM U19 ára á að fara fram í Indónesíu í maí á næsta ári og ákvað UEFA að fimm efstu liðin í styrkleikaflokknum í Evrópu fengju sæti á HM en það eru England, Frakkland, Ítalía, Holland og Portúgal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert