Krafan að mótið verði klárað

KR-ingar eru glaðir að engu var aflýst.
KR-ingar eru glaðir að engu var aflýst. mbl.is/Íris

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, ætlar sér að leggja allt kapp á að ljúka Íslandsmótinu 2020 í meistaraflokkum, að því gefnu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember næstkomandi. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi frá sér í gær.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, fagnar ákvörðun KSÍ en liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig eftir sautján spilaða leiki, þremur stigum frá Evrópusæti.

„Það er skoðun okkar KR-inga að það hefði ekki verið tímabært að gefa út neinar yfirlýsingar um að aflýsa mótinu á þessum tímapunkti,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eins og reglugerðin, sem sett var á fyrir mót vegna kórónuveirunnar, kveður á um eru fjörutíu dagar í 1. desember og því nægur tími til stefnu.

Í fyrsta lagi þá trúðum við því aldrei að mótinu yrði slaufað og í öðru lagi, án þess að vera með of miklar yfirlýsingar, hefðum við aldrei setið þegjandi og hljóðalaust undir því ef mótinu yrði slaufað. Það voru og hafa aldrei verið neinar forsendur fyrir því og við teljum afar brýnt að úrslitin ráðist inni á vellinum.“

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert