Lið á höfuðborgarsvæðinu mega æfa

Lið á höfuðborgarsvæðinu mega æfa á nýjan leik.
Lið á höfuðborgarsvæðinu mega æfa á nýjan leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti rétt í þessu að meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu mættu æfa með ákveðnum skilyrðum, en síðustu daga hafa æfingar verið bannaðar vegna kórónuveirunnar. 

Sambandið tilkynnti í gær að það stefndi á að klára Íslandsmótin í stað þess að blása þau af, en vonir standa til að hægt verði að hefja leik í byrjun nóvember. 

Skilyrðin sem lið þurfa að fylgja við æfingar eru þessi:

  • Engar snertingar milli einstaklinga.
  • 2 metra nándarmörk.
  • 20 manns að hámarki í hverju hólfi.
  • Allur búnaður sótthreinsaður fyrir og eftir æfingar (boltar og annað).
  • Bolta má senda á milli ef ekki snertur á milli með höndum ólíkra aðila.
  • Einstaklingar sem ekki eru beinir þátttakendur í æfingunni (aðrir en leikmenn og þjálfarar) skulu nota andlitsgrímur.
  • Öðrum hefðbundnum sóttvörnum skal fylgt (ekki hrækja eða snýta, ekki deila vatnsbrúsum, o.s.frv.).
mbl.is