Almarr handleggsbrotnaði á æfingu

Almarr Ormarsson.
Almarr Ormarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

KA-menn verða fremur vængbrotnir ef flautað verður til leiks á ný í Pepsí Max-deild karla í knattspyrnu í nóvember eins og stefnt er að. 

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, greinir frá því í samtali við Fótbolta.net að fari svo að leikið verði í nóvember þá verði KA án þriggja leikmanna. 

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er á leið til Þýskalands á ný þar sem hann dvaldi síðasta vetur og lék með liði Koblenz. Þá eru tveir leikmenn handleggsbrotnir. Rodrigo Gómez og fyrirliðinn Almarr Ormarsson sem að sögn Sævars brotnaði á æfingu á nýlega. 

Eru þeir allir úr leik ef svo má segja í nóvember. KA er í 7. sæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert