Riftir samningi sínum við KA

Aron Dagur Birnuson skutlar sér á boltann.
Aron Dagur Birnuson skutlar sér á boltann. mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnumarkvörðurinn Aron Dagur Birnuson hefur nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við KA. Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA staðfesti tíðindin við Fótbolta.net.

Aron, sem er 21 árs, byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður KA og lék fimm leiki. Hann missti stöðuna til Kristijans Jajalo og hefur verið á bekknum síðan. 

Aron hefur leikið með KA á Völsungi á ferlinum, alls 46 leiki í deild og bikar og þar af 18 í efstu deild. Þá á hann að baki 15 leiki með yngri landsliðum Íslands. 

mbl.is