Ein breyting á byrjunarliði Íslands

Hlín Eiríksdóttir kemur inn í byrjunarliðið.
Hlín Eiríksdóttir kemur inn í byrjunarliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíþjóð í stórleik í undankeppni EM kvenna í fótbolta ytra. Verður flautað til leiks klukkan 17:30. 

Ein breyting er á byrjunarliðinu frá leiknum við Svíþjóð á  heimavelli í síðasta mánuði; Dagný Brynjarsdóttir er ekki með vegna meiðsla og Hlín Eiríksdóttir kemur inn í liðið í hennar stað. 

Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er á sínum stað í liðinu og verður fyrir vikið leikjahæsta landsliðskona Íslandsfrá upphafi, en leikurinn í kvöld er sá 134. í röðinni hjá Söru. 

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. 

Miðja: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir. 

Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Elín Metta Jensen, Hlín Eiríksdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert