KR-ingur æfir með Norrköping

Jóhannes Kristinn Bjarnason fyrir miðju.
Jóhannes Kristinn Bjarnason fyrir miðju. Ljósmynd/KR.is

Knattspyrnumaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason æfir nú með sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Jóhannes er fæddur árið 2005 en hann kom inn á sem varamaður í 2:0-sigri KR gegn Breiðabliki í Kópavoginum 21. september síðastliðinn og var það hans fyrsti leikur í efstu deild.

Jóhannes er sonur Bjarna Guðjónssonar, aðstoðarþjálfara KR, en frændi hans Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með Norrköping í Svíþjóð og hefur heldur betur slegið í gegn.

Ísak Bergmann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA í úrvalsdeild karla, en Jóhannes og Bjarni eru bræður.

Norrköping er með 40 stig í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu en Häcken og Elfsborg eru einnig með 40 stig í þriðja og fjórða sæti deildarinnar.

Malmö er með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið er með 50 stig eftir 25 umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert