Fékk símtal frá Ferguson

Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona frá 2006 til ársins …
Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona frá 2006 til ársins 2009. AFP

Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti Sölva.

Erfitt með að lýsa svekk­els­inu

Arnór, sem er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, fór yfir víðan völl í þættinum og ræddi meðal annars þegar sonur hans Eiður Smári Guðjohnsen tók þá ákvörðun að yfirgefa Chelsea árið 2005.

Fjöldi liða sýndi honum áhuga, þar á meðal Alex Ferguson og Manchester United, en Eiður samdi að lokum við Barcelona.

„Ég talaði við Ferguson, sem hafði mikinn áhuga á að fá hann,“ sagði Arnór í hlaðvarpsþættinum.

„Hann hringdi í mig og sagði: ,,Ef að strákur eins og Eiður er til sölu, þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið en þú og Eiður verðið að sjá um að búa til þannig þrýsting að hann fái að fara frá Chelsea yfir í Manchester United.

Barcelona kom inn það fljótt eftir þetta að það varð aldrei meira úr þessu. Um leið og það var komið inn á borðið gekk það hratt fyrir sig,” bætti Arnór við.

mbl.is