Frestanir hjá KSÍ

Leik Keflavíkur og Grindavíkur sem fara átti fram á laugardaginn …
Leik Keflavíkur og Grindavíkur sem fara átti fram á laugardaginn hefur verið frestað. Ljósmynd/Víkurfréttir

Leik Keflavíkur og Grindavíkur sem fara átti fram í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, hinn 31. október næstkomandi á Nettóvellinum í Keflavík hefur verið frestað vegna hertra sóttvarnareglna sem boðaðar voru í dag.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem knattspyrnusambandið sendi frá sér í dag.

Þá hefur leik Hamars og Grindavíkur, sem fara átti fram á laugardaginn í 2. deild kvenna á Grýluvelli í Hveragerði, einnig verið frestað af sömu ástæðu.

Nýr leiktími hefur ekki verið ákveðinn en KSÍ hafði vonast til þess að geta hafið leik að nýju á Íslandsmótinu 2020 í kringum 10. nóvember næstkomandi.

Mikil óvissa ríkir um Íslandsmótið þessa stundina en KSÍ gaf það út að stefnt væri að því að ljúka mótinu, ef dregið yrði úr takmörkunum á sóttvarnareglum í kringum 3. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert