Breiðablik er Íslandsmeistari 2020

Breiðablik er Íslandsmeistari.
Breiðablik er Íslandsmeistari. mbl.is/Íris

Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu 2020 og fær þar með Íslandsbikarinn í 18. skipti en þetta liggur fyrir eftir að KSÍ ákvað í dag að hætta keppni á Íslandsmótinu og aflýsa þeim leikjum sem eftir eru.

Hlutfall stiga miðað við leiki ræður þar með endanlega úrslitum samkvæmt bráðabirgðareglugerð sem KSÍ gaf út í júlímánuði. Þar sem KR á eftir að spila tvo frestaða leiki, auk þeirra tveggja umferða sem eftir var að spila, þarf að grípa til stigahlutfallsins til að úrskurða um þriðja sætið og um neðstu sætin í deildinni.

Valur er í öðru sæti og fær eins og Breiðablik keppnisrétt í Meistaradeild kvenna 2021-22 en Ísland fær frá og með næsta hausti tvö lið í þeirri keppni í stað eins áður. Ekkert lið verður bikarmeistari kvenna 2020.

FH og KR falla niður í 1. deild en lokaröðin í Pepsi Max-deild kvenna 2020 er þessi, eftir sextán leiknar umferðir:

1 Breiðablik 42 stig (15 leikir)
2 Valur  40 stig
3 Fylkir 21 stig (15 leikir)
4 Selfoss 22 stig
5 Þróttur R. 18 stig
6 Stjarnan 18 stig
7 Þór/KA 18 stig
8 ÍBV 17 stig
9 FH 16 stig
10 KR 10 stig (14 leikir)

Tindastóll og Keflavík taka sæti FH og KR í deildinni tímabilið 2021 sem tvö efstu lið 1. deildar kvenna, Lengjudeildarinnar, en þau höfðu þegar tryggt sér fyrsta og annað sætið.

Lokastaðan í 1. deild kvenna þar sem einni umferð var ólokið:

1 Tindastóll 46 stig
2 Keflavík 42 stig
3 Haukar 32 stig
4 Afturelding 28 stig
5 Augnablik 24 stig
6 Grótta 20 stig
7 Víkingur R. 19 stig
8 ÍA 15 stig
9 Fjölnir 7 stig
10 Völsungur 5 stig

Fjölnir og Völsungur falla úr 1. deild kvenna, sem þá þegar fyrir, en sæti þeirra taka Grindavík og HK. Grindavík er meistari 2. deildar þrátt fyrir að hafa verið með færri stig en HK, vegna stigahlutfalls.

Lokastaðan í 2. deild kvenna  þar sem HK hafði lokið leikjum sínum en önnur lið áttu einn eða tvo leiki eftir:

1 Grindavík 33 stig (15 leikir)
2 HK 35 stig
3 Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 29 stig (14 leikir)
4 Álftanes 23 stig (14 leikir)
5 Hamrarnir 18 stig (14 leikir)
6 Hamar 14 stig (15 leikir)
7 Fram 13 stig (15 leikir)
8 Sindri 11 stig (14 leikir)
9 ÍR 10 stig (15 leikir)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert