Skref í átt að atvinnumennsku

Miðvörðurinn Aron Ingi Andreasson í skallaeinvígi í leik með Meuselwitz.
Miðvörðurinn Aron Ingi Andreasson í skallaeinvígi í leik með Meuselwitz.

Knattspyrnumaðurinn Aron Ingi Andreasson hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með liði sínu í fjórðu deildinni í Þýskalandi og er á réttri leið með að ná markmiði sínu um að verða atvinnumaður.

Aron er tvítugur sonur Andreas C. Schmidt og Önnu Valbjargar Ólafsdóttur og hefur verið búsettur í Þýskalandi frá ellefu ára aldri. Í sumar skipti hann yfir í ZFC Meuselwitz sem spilar í austurhluta 4. deildarinnar þar sem leikmenn eru hálfatvinnumenn.

„Við æfum átta sinnum í viku og umgjörðinni í kringum deildina svipar til atvinnumennsku. Jafnvel þótt fjórða deildin sé strangt til tekið hálf atvinnumennska þá gera leikmennirnir sem ég spila með ekkert annað en að spila fótbolta,“ sagði Aron Ingi í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann spilaði með yngri flokkum FH þangað til hann flutti til Þýskalands með foreldrum sínum og lá leiðin svo í FC Hennef þar sem hann spilaði upp allra yngriflokkana á vesturhluta Þýskalands. Þar spilaði hann svo í 5. deildinni áður en leiðin lá til Meuselwitz, lítils bæjar í austurhluta landsins þar sem um tíu þúsund manns búa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert