Hvers vegna var miðað við 1. desember?

Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í gær frá kærum KR og Fram um ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þegar nokkrar umferðir voru óleiknar. Þótt niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg þá get ég tæplega leynt vonbrigðum mínum.

Grátt leiknir KR-ingar misstu af Evrópusæti en áttu leik til góða. Framarar urðu af úrvalsdeildarsæti á markatölu. Í skugga kórónuveirufaraldursins taldi stjórn KSÍ það hins vegar ógerlegt að halda mótinu áfram á þessari stundu. Það er skiljanlegt, aðgerðir yfirvalda gerðu hreyfingunni erfitt fyrir.

Óskiljanlegt er að KSÍ hafi talið það lífsnauðsynlegt að klára mótið fyrir 1. desember. Næsta Íslandsmót hefst ekki fyrr en í apríl á næsta ári og varla til það mót í heiminum sem hefur lengra undirbúningstímabil. 

Bakvörð Kristófers í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert