„Ég var stoltur af stráknum“

Úr leiknum á Wembley í gærkvöldi.
Úr leiknum á Wembley í gærkvöldi. AFP

Táningurinn Ísak Bergmann Jóhannesson þreytti frumraun sína með A-landsliði Íslands í knattspyrnu á Wembley í gærkvöldi. Ísak er 17 ára gamall og þykir efnilegur en hann fékk að spila síðustu mínútur leiksins, sem Ísland tapaði 4:0 gegn Englandi.

Afi Ísaks og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Guðjón Þórðarson, var í samtali við Valtý Björn Valtýsson í þættinum Mín Skoðun á Sport FM í hádeginu. „Ég hefði viljað sjá hann fyrr, hann kemur seint inn á. Ísak hefur fætur til að elta þessa Englendinga og gott vald á boltanum,“ sagði Guðjón meðal annars. „Ég var stoltur af stráknum, gaman að sjá hann koma inn með jákvætt hugarfar.“

Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert