Er knattspyrnuguðunum uppsigað við okkur?

Vonbrigðin voru mikil hjá Valskonum í gær eftir jafnan leik.
Vonbrigðin voru mikil hjá Valskonum í gær eftir jafnan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gær fór fram Evrópuleikur í knattspyrnu á Íslandi. Eru það tíðindi út af fyrir sig á tímum heimsfaraldursins og strangra aðgerða sóttvarnayfiralda hérlendis og erlendis.

Þegar ég var á leið frá Hlíðarenda í gær, eftir að hafa fylgst með Valskonum falla úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir framlengda vítaspyrnukeppni, þá fór ég að velta því fyrir mér hvort knattspyrnuguðunum sé eitthvað uppsigað við okkur hér á eyjunni um þessar mundir.

Íslendingar höfðu þá tapað þremur knattspyrnuleikjum í alþjóðlegum keppnum eftir dramatíska atburðarás á innan við viku. Karlalandsliðið fékk á sig mörk í uppbótartíma sem réðu úrslitum í leikjunum í Búdapest og í Kaupmannahöfn. Í gamla höfuðstaðnum var það vítaspyrna sem réð úrslitum. Valur tapaði svo í Meistaradeildinni eftir framlengda vítaspyrnukeppni.

Lukkudísirnar umtöluðu eru í það minnsta víðs fjarri. Ef til vill nenntu þær ekki að standa í því að koma til landsins í gær með þeirri sóttkví sem því fylgir.

Bakvarðapistilinn í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert