Landsliðskona framlengdi í Kópavogi

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður áfram í Kópavoginum næstu árin.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður áfram í Kópavoginum næstu árin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Karólína Lea er fædd árið 2001 en hún steig sín fyrstu skref með íslenska A-landsliðinu á þessu ári og byrjaði báða leiki Íslands gegn Svíþjóð í undankeppni EM í haust.

Hún gekk til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu FH árið 2017 en hún á að baki 78 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað ellefu mörk.

Á tíma sínum í Kópavoginum hefur hún tvívegis orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari, ásamt því að fara alla leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Karólína á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og það er mikill fengur að hafa hana áfram í Kópavoginum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Breiðabliks.

mbl.is