Birta fer til Arizona

Birta Guðlaugsdóttir.
Birta Guðlaugsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Birta Guðlaugsdóttir, markvörður hjá Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, er á leið til Bandaríkjanna þegar líður á næsta sumar. 
Hún hefur fengið skólastyrk hjá Arizona State og mun leika með knattspyrnuliði skólans samhliða námi. 
Birta er 19 ára gömul og hefur leikið með Stjörnunni síðan 2018 og á að baki 20 leiki fyrir yngri landsliðin. Hún er frá Ólafsvík og greinir staðarmiðillinn Jökull frá þessu. 
mbl.is