Framlengir við Val

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í leik með Þrótti gegn KR í …
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í leik með Þrótti gegn KR í sumar. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur framlengt samning sinn við Val. Ólöf er 17 ára gömul og var að láni hjá Þrótti á síðustu leiktíð.

Ólöf skoraði sex mörk í 14 leikjum með nýliðunum í sumar. Lék framherjinn með ÍA á 1. deild sumarið á undan og þá hefur hún leikið einn leik með Val fyrir tveimur árum.

Tilkynning Vals:

Olla framlengir við Val

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við Val.

Olla sem er 17 ára og uppalin hjá Val lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2018.

Síðasta tímabil var Olla lánuð til Þróttar, lék 14 leiki í efstu deild og skoraði 6 mörk.

mbl.is