Kvaddi Hamrén með fallegum orðum

Alfreð Finnbogason og Erik Hamrén ræða málin á fréttamannafundi.
Alfreð Finnbogason og Erik Hamrén ræða málin á fréttamannafundi. mbl.is/Árni Sæberg

Erik Hamrén stýrði íslenska landsliðinu í fótbolta í síðasta skipti gegn Englandi í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn var. Svíinn virðist hafa verið vinsæll á meðal leikmanna íslenska liðsins en þeir hafa margir hrósað honum síðustu daga.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hrósaði Svíanum á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Danmörku á sunnudaginn var og Alfreð Finnbogason kvaddi Hamrén á Instagram í gærkvöldi.

„Takk fyrir árin tvö og gangi þér sem allra best í næstu ævintýrum. Ég naut þess að vinna með herramanni eins og þér,“ skrifaði Alfreð á Instagram.

mbl.is