Sæti Íslands á EM öruggt

Leikmenn U21-árs landsliðsins fagna.
Leikmenn U21-árs landsliðsins fagna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U21-árs karla­landsliðið í knatt­spyrnu er öruggt um sæti sitt á lokakeppni EM í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti þetta í dag.

Ísland átti eftir að leika lokaleik sinn í undakeppninni gegn Armeníu sem varð að draga sig úr keppni. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur nú úrskurðað Íslandi 3:0-sigur í þeim leik sem þýðir að liðið endar í 2. sæti riðilsins með 21 stig en það dugar til að komast í lokakeppnina.

Lokakeppnin fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu en henni er skipt í tvennt. Riðlakeppnin verður spiluð 24.-31. mars. þar sem 16 lið skipa fjóra riðla. Fjórðungsúrslitin hefjast svo ekki fyrr en 31. maí og lýkur keppninni með úrslitaleik 6. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina