Löngun Helga til að spila hvarf aldrei

Helgi Valur í leik gegn Stjörnunni í júní áður en …
Helgi Valur í leik gegn Stjörnunni í júní áður en ógæfan dundi yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ófáir íþróttaáhugamenn ráku upp stór augu þegar Fylkir tilkynnti á dögunum að félagið hefði gert nýjan samning við Helga Val Daníelsson um að leika með Fylki í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári. Manninn sem fjórbrotnaði í leik í lok júní og átti ekki von á öðru en að ferlinum væri lokið en Helgi verður fertugur næsta sumar.

Fyrstu viðbrögð Helga þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir fótbrotið síðasta sumar voru þau að ferlinum hlyti að vera lokið. Hann gaf sig hins vegar ekki og segist nú vera farinn að sjá til lands en Morgunblaðið hafði samband við Helga í gær.

„Þetta hefur gengið mjög vel held ég og ég var aðeins byrjaður að taka þátt í æfingum með Fylki síðustu vikuna áður en Íslandsmótið var flautað af. Liðnar eru nokkrar vikur og ég held ég sé ennþá betri núna. Það er svekkjandi að engar æfingar séu í gangi um þessar mundir til að geta unnið betur í þessu, varðandi ýmsar hreyfingar sem tengjast fótboltanum. Ég á náttúrlega langt í land með formið enda hef ég ekki keppt í marga mánuði né verið á æfingum þar sem ákefðin er mikil,“ segir Helgi í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert