Knattspyrnufólk okkar dragist aftur úr

Davíð O. Arnar er heiðursvísindamaður Landspítalans árið 2020.
Davíð O. Arnar er heiðursvísindamaður Landspítalans árið 2020. mbl.is/Ásdís

Runólfur Pálsson, prófessor í lyflæknisfræði og yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítala og Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, gestaprófessor við læknadeild Háskóla Íslands og formaður Félags íslenskra lyflækna rita í dag áhugaverðan pistil sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net

Í pistlinum koma þeir á framfæri að sé sóttvarnaraðgerðum fylgt eru smithætturnar við að leika knattspyrnu afar litlar og því ekki tilefni til að banna alla keppni og æfingu íþrótta. Þá lýsa þeir yfir áhyggjum sínum með þær afleiðingar sem æfinga- og keppnisbann getur haft í för með sér. 

„Ljóst er að langvarandi bann við iðkun knattspyrnu getur leitt til þess að knattspyrnufólk okkar dragist aftur úr leikmönnum annarra þjóða. Þá er hætt við að fjárhagur og innviðir félaga bíði alvarlegt tjón sem langan tíma mun taka að lagfæra. Það má því færa rök fyrir að rík ástæða sé til að veita undanþágu til knattspyrnuiðkunar í ljósi þess að hættan á dreifingu smits er óveruleg þegar vel er hugað að sóttvörnum,“ kemur m.a. fram í pistlinum. 

Runólfur Pálsson
Runólfur Pálsson Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir
mbl.is