Snýr aftur til Eyja

Kristín Erna Sigurlásdóttir ásamt Andra Ólafssyni, þjálfara liðsins.
Kristín Erna Sigurlásdóttir ásamt Andra Ólafssyni, þjálfara liðsins. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt íBV á nýjan leik en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag.

Kristín Erna kemur til ÍBV frá KR þar sem hún lék fjórtán leiki í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar þar sem hún skoraði eitt mark. Hún skrifar undir tveggja ára samning við Eyjamenn.

Hún á að baki 136 leiki í efstu deild með ÍBV, Fylki og KR þar sem hún hefur skorað 45 mörk.

Þá á hún að baki 10 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hún hefur skorað fimm mörk.

Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna heim og hlökkum til að sjá hana spila aftur undir merkjum ÍBV,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert