Frá Seltjarnarnesi í Fossvoginn

Axel Freyr Harðarson skrifaði undir tveggja ára samning við Víkinga.
Axel Freyr Harðarson skrifaði undir tveggja ára samning við Víkinga. Ljósmynd/Víkingur Reykjavík

Knattspyrnumaðurinn Axel Freyr Harðarson er genginn til liðs við Víking í Reykjavík en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Víkinga en hann kemur til félagsins frá Gróttu.

Axel Freyr, sem er 21 árs gamall, hóf meistaraflokksferil sinn með Fram en hann á að baki 17 leiki í efstu deild.

Hann gekk til liðs við Gróttu fyrir tímabilið 2018 og skoraði sex mörk í 19 leikjum í 1. deildinni þegar Grótta tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn síðasta sumar.

Axel Freyr hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið í stóru hlutverki í sínum liðum undanfarin ár og bætist nú í hóp ungra og spennandi leikmanna Víkings,“ segir í tilkynningu Víkinga.

„Víkingur hefur fylgst lengi með Axel Frey með það í huga að fá hann í hópinn og nú bjóðum við hann hjartanlega velkominn til félagsins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert